Markaðsfræði er nám á háskólastigi. Áherslur geta verið mismunandi eftir skólum en gjarnan fjallað um þætti á borð við markaðs- og viðskiptaáætlanir, greiningar, rannsóknir, stefnumótun, almannatengsl og kynningarmál.
Grunnnámi lýkur með BS-gráðu. Námstími er þrjú ár.
Kröfur
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.
Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Sjá upplýsingar um mismunandi námsleiðir.
Kennsla
Nám í markaðsfræði hefur verið kennt við eftirtalda háskóla:
Háskólann í Reykjavík - meistaranám til undirbúnings fyrir stjórnenda- og sérfræðistörf í markaðsdeildum.
Háskóla Íslands – eitt fjögurra kjörsviða til BS-gráðu í viðskiptafræði en einnig er í boði meistaranám.
Háskólann á Bifröst – meistaranám til MS-gráðu eða MMM (Master of Marketing Management) gráðu.
Háskólann á Akureyri – ein þriggja leiða innan viðskiptafræði til BS-gráðu.
Að loknu námi
Markaðsfræði getur verið góður undirbúningur fyrir ýmis stjórnenda- og sérfræðistörf í heimi viðskipta, markaðsstjórnunar, almannatengsla og alþjóðaviðskipta.
Tengt nám