Ef grunnfögin úr framhaldsskóla vantar (enska, stærðfræði, íslenska og danska) og áhugi er fyrir að hefja nám að nýju gætu Menntastoðir komið til greina.
Nám í Menntastoðum getur veitt aðgengi að undirbúningsnámi háskólanna. Námsleiðin er kennd við nokkrar símenntunarmiðstöðvar. Hafðu samband við náms- og starfsráðgjafa á þínu svæði til að fá nánari upplýsingar.
Kröfur
Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Boðið hefur verið upp á þrjár námsleiðir:
Staðnám 1: 50-55 einingum lokið á 6 mánuðum. Kennt fimm daga vikunnar frá kl. 08:30 til 15:10.
Staðnám 2: 10 mánuðir/tvær annir: Kennd 4 fög á fyrri önn og 3 fög á seinni önn samkvæmt stundaskrá staðnámshóps.
Fjarnám: 10 mánaða nám sem byggir á einni helgarstaðlotu í mánuði.
Kennsla
Hægt hefur verið að stunda námið hjá Austurbrú Austurlandi, SÍMEY á Akureyri, MSS - Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, MÍMI - símenntun í Reykjavík og VISKU Vestmannaeyjum.
Að loknu námi
Samhliða námi í Menntastoðum gæti verið skynsamlegt að leita til náms- og starfsráðgjafa í sambandi við möguleika á frekara námi.
Tengt nám