Hæfniþrep: 5
Nútímafræði picture

Nútímafræði er nám á háskólastigi. Í náminu er dregin upp mynd af nútímasamfélagi og fjallað um helstu áhrifaþætti og álitamál. Námið er blanda af heimspeki, siðfræði, sagnfræði, samfélagsgreinum og íslensku.

Náminu lýkur með BA - prófi. Námstími er þrjú ár.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám en umsóknum getur verið forgangsraðað vegna fjöldatakmarkanna.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Í náminu er 120 ECTS-eininga kjarni er einnig mikið um valnámskeið og hægt að velja á milli fjögurra áherslusviða; sagnfræði, heimspeki, íslensku og „Challenges of Modernity“ sem kennt er á ensku.

Kennsla

Nútímafræði er kennd við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.

Að loknu námi

Þekking á uppbyggingu og þróun nútímasamfélags getur til dæmis komið sér vel í störfum á sviði menningarmála, kennslu, fjölmiðlunar og upplýsingamiðlunar auk þess að vera góður undirbúningur framhaldsnáms í ólíkum greinum hug- og félagsvísinda.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika