Öryggisvarsla er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í því felst að auðvelda fólki að byrja í námi að nýju, kynnast betur laga- og vinnuumhverfi í öryggisþjónustu, öryggisatriðum- og tækjum, þjónustu við viðskiptavini og eflast í starfi. Námið er allt að 300 kennslustundir, þar af um 70 kennslustundir kennsla og verkleg þjálfun á vinnustað. Meta má námið til styttingar námi í framhaldsskóla allt að 24 einingum en það er kennt innan fullorðinsfræðslunnar.

Fáðu frekari upplýsingar hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum.

Kröfur

Námið er ætlað þeim sem eru eldri en 20 ára, með stutta skólagöngu að baki og starfa hjá fyrirtæki sem annast öryggisþjónustu í atvinnuskyni.

Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Farið er í ýmsar bóklegar greinar til að auka þekkingu og skilning á starfi og starfsumhverfi í öryggisvörslu ásamt starfsþjálfun á vinnustað. Til að sjá betur hvernig námið er upp byggt má nálgast námskrá þess hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Kennsla

Öryggisvarðanám hefur farið fram hjá fræðslu- og símenntunarstöðvum. Athugaðu hvort og hvar það er í boði.

Að loknu námi

Námið veitir meiri þekkingu og yfirsýn, þeim sem starfa við öryggisvörslu.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika