Hæfniþrep: 3
Pípulagnir picture

Pípulagnir eru starfstengt nám á framhaldsskólastigi þar sem áhersla er lögð á að auka færni og þekkingu til að leggja hita-, neysluvatns- og frárennsliskerfi í byggingar og mannvirki, veitukerfi fyrir vatns- og hitaveitur og frárennslislagnir utanhúss. Jafnframt að þekkja til uppsetningar tækja og búnaðar sem tengjast og stýra þessum kerfum og sjá um viðhald og endurnýjun.

Hugsanlegt er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna. Pípulagnir er löggilt iðngrein.

Meðalnámstími er fjögur ár að meðtalinni starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar á heimasíðu skóla.

Námið hefur verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í pípulögnum skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar og starfsþjálfun. Athugaðu hvort námið eða hluti þess geti verið kennt í fjarnámi.

Fyrstu önnina er farið í sameiginlegt grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina. Til að ljúka námi þarf nemandi að gera samning um starfsþjálfun hjá iðnmeistara.

Að loknu námi

Að námi og starfsþjálfun lokinni er möguleiki á að fara í sveinspróf sem veitir rétt til starfa í greininni ásamt inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs eða byggingariðnfræði. Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika