Sjávarútvegsfræði er grunnnám á háskólastigi. Námið byggir á raun- og viðskiptagreinum með áherslu á sérnámskeið sjávarútvegs. Fjallað er um vistkerfi sjávar, veiðar, vinnslu sjávarafurða og stjórnun í sjávarútvegi. Er náminu ætlað að bæta stjórnun auðlinda og ýta undir sjálfbæra nýtingu þeirra ásamt aukinni verðmætasköpun. Náminu lýkur með BS prófi. Námstími er þrjú ár.
Kröfur
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám. Æskilegt er að umsækjendur hafi grunnþekkingu á náttúruvísindum, sjá nánar um inntökuskilyrði.
Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Námið byggist á skyldu- og valnámskeiðum og er bæði kennt í staðnámi og fjarnámi.
Nemendur taka námskeið öll árin
Lokaverkefni er unnið á þriðja ári
Kennsla
Sjávarútvegsfræði er kennd við Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Að loknu námi
Að loknu BS prófi er hægt að starfa sem sjávarútvegsfræðingur. Möguleiki er að fara í framhaldsnám í auðlindafræðum sem og ýmsum öðrum greinum.
Tengt nám