Hæfniþrep: 2
Skrifstofunám picture

Skrifstofuskólinn er starfstengt nám innan framhaldsfræðslunnar. Í því felst að auka faglega færni, til að mynda í þjónustu, við tölvuvinnu, ensku sem og almenna námsfærni. Námið er ýmist 160 eða 240 kennslustundir. Meta má námið til styttingar námi í framhaldsskóla allt að 18 einingum. Fáðu frekari upplýsingar hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum.

Kröfur

Námið er ætlað fólki 20 ára eða eldra sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki og vinnur almenn skrifstofustörf eða hefur hug á að skipta um starfsvettvang. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Farið er í ýmsar greinar til að auka þekkingu og skilning á starfi og starfsumhverfi á skrifstofu auk þess sem farið er í sjálfsstyrkingu og samskipti. Námsleiðin og lengd hennar getur verið breytileg eftir því hvar hún er kennd. Dag-, kvöld- og fjarnám kann að vera í boði.

Til að sjá betur hvernig námið er uppbyggt má nálgast námskrá þess hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Kennsla

Námið er innan framhaldsfræðslunnar og hefur verið kennt hjá fræðslu- og símenntunarstöðvum, t.d. Framvegis - miðstöð símenntunarMími símenntun og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Fáðu frekari upplýsingar hjá þinni fræðslu- og símenntunarstöð. Þar geturðu einnig fengið upplýsingar um raunfærnimat sem fram hefur farið í greininni en þá er færni sem aflað er á vinnumarkaði metin til móts við nám í greininni.

Einnig gæti skrifstofunám verið í boði á vegum Fræðslusetursins Starfsmenntar.

Að loknu námi

Náminu er ætlað að auka faglega og persónulega þekkingu og færni við skrifstofustörf.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika