Slökkviliðsnám er starfstengt og felst í að efla þekkingu og færni við almenn slökkviliðsstörf, reykköfun, björgunarstörf og viðbrögð við mengunar- og eiturefnaslysum.
Námið er samtals 620 kennslustundir.
Kröfur
Nemendur eru ráðnir til starfa sem slökkviliðsmenn en við þá ráðningu er eftirfarandi haft til hliðsjónar:
Andlegt og líkamlegt heilbrigði en standast þarf læknisskoðun ásamt þrek- og styrktarprófi
Reglusemi, háttsemi, góð sjón og heyrn og rétt litaskynjun
Ekki haldin lofthræðslu eða innilokunarkennd
Aukin ökuréttindi að lokinni reynsluráðningu
Iðnmenntun sem nýtist í starfi eða sambærileg menntun og reynsla
Námstími slökkviliðsmanna fer fram á ráðningartímabili þeirra og fá þeir laun samkvæmt samningi.
Námsskipulag
Slökkviliðsnám skiptist í fornám og atvinnuslökkviliðsnám. Nemandi lýkur 80 kennslustunda fornámi áður en hægt er að hefja störf sem atvinnuslökkviliðsmaður.
Nemandi þarf að hafa starfað í atvinnuslökkviliði í sex mánuði áður en 540 kennslustunda nám fyrir atvinnuslökkviliðsmenn hefst.
Kennsla
Slökkviliðsnám hefur verið kennt við Brunamálaskólann sem heyrir undir Mannvirkjastofnun. Eins hefur Brunamálaskólinn staðið fyrir námi fyrir stjórnendur í atvinnuslökkviliðum, slökkviliðsmenn, stjórnendur og slökkviliðsstjóra í hlutastarfi og eldvarnareftirlitsfólk.
Að loknu námi
Námið veitir réttindi til að starfa sem slökkviliðsmaður.
Tengt nám