Stjórnmálafræði er nám á háskólastigi. Námið fjallar allt í senn um íslensk stjórnmál, samanburð við önnur ríki sem og alþjóðastjórnmál.

Grunnnámi lýkur með BA – gráðu. Námstími er þrjú ár.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt próf.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Í BA – náminu í H.Í. skiptist námið í inngangsnámskeið, aðferða- og tölfræði, Evrópu- og alþjóðastjórnmál og kenningar og stjórnmálaheimspeki auk valnámskeiða.

Háskólinn á Bifröst fléttar námi í stjórnmálafræði saman við tvær aðrar greinar; hagfræði og heimspeki. Námið byggir á mikilli verkefnavinnu auk þjálfunar í verkefnastjórnun.

Kennsla

Nám í stjórnmálafræði hefur verið kennt í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hvort tveggja til BA – prófs og meistaragráðu.

Einnig er í boði námsleið í stjórnvísindum við Háskólann á Bifröst.

Að loknu námi

Að loknu prófi er hægt að starfa sem stjórnmálafræðingur en margskonar framhaldsnám er einnig í boði.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika