Hæfniþrep: 3
Tanntækni picture

Tanntæknanám er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst meðal annars að efla færni og þekkingu við aðstoðarstörf í tannlæknaþjónustu, aðstoða við tannlæknastól, sótthreinsun og bókanir.

Tanntækni er löggild heilbrigðisgrein. Meðalnámstími er þrjú ár að meðtalinni 28 vikna starfsþjálfun.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla.
Námið hefur verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms, fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar tanntæknabrautar og starfsþjálfun. Athugaðu að námið eða hluti þess gæti verið kennt í fjarnámi.

Kennsla

Nám í tanntækni hefur verið kennt við Fjölbrautaskólann við Ármúla í samstarfi við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Að loknu námi

Tanntæknir er löggilt starfsheiti og getur sá sem lokið hefur náminu starfað sem slíkur. Eins er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika