Uppeldis- og menntunarfræði er nám á háskólastigi þar sem fjallað er um hluti á borð við þroska og uppeldi, samskipti fólks og sjálfsmyndir, fjölskyldur, skóla, kynferði, menningarlegan margbreytileika, menntun og starfsframa. Um er að ræða námsleið sem getur verið góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf á fjölmörgum sviðum uppeldis-, félags- og tómstundamála.

Grunnnámi lýkur með BA gráðu

Námstími er þrjú ár

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Í náminu er að finna skyldunámskeið, svo sem þroskasálfræði, samskipti í uppeldis- og fræðslustarfi, fjölskyldur í nútímasamfélagi og aðferðafræði en ekki síður fjölbreytt valnámskeið þar sem dýpka má þekkingu á ákveðnum viðfangsefnum.

Að loknu BA námi er um þrjár námsleiðir að velja á meistarastigi; menntunarfræði og margbreytileiki, sálfræði í uppeldis- og menntavísindum og stjórnunarfræði menntastofnana auk tengdra greina á borð við náms- og starfsráðgjöf, fötlunar-, kynja- eða kennslufræði.

Kennsla

Nám í uppeldis- og menntunarfræði hefur verið kennt innan deildar menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands.

Námið er í boði til 120 og 180e BA gráðu auk 60e viðbótardiplómu og náms á meistarastigi.

Að loknu námi

Uppeldis- og menntunarfræði getur verið góður grunnur að störfum sem tengjast  kennslu, stjórnun, ráðgjöf eða rannsóknum á sviði uppeldis og kennslu, umönnunarmála eða stefnumótunar á sviðinu.

 

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika