Hæfniþrep: 5
Viðskiptafræði picture

Viðskiptafræði er grunnnám á háskólastigi. Í náminu er meðal annars farið í fjármálafræði og hagfræði, markaðsfræði og stjórnunarfræði, reikningshald og rekstrarhagfræði.

Náminu lýkur með BS/BSc prófi. Námstími er þrjú ár.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám. Mismunandi er eftir skólum hvort próf frá frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, háskólagátt Háskólans á Bifröst og verk- og raunvísindadeild háskólabrúar Keilis sé viðurkennt. 

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í viðskiptafræði er fjölbreytt og hægt að sérhæfa sig á ýmsum sviðum sem breytileg eru eftir skólum. Námið er ýmist í boði sem staðnám eða fjárnám en eingöngu er um fjarnám að ræða við Háskólann á Bifröst.

Námskeiðin skiptast í skyldu- og valnámskeið
Lokaverkefni er að jafnaði unnið á þriðja ári

Sjá nánar um viðskiptafræðinámið hjá Háskóla ÍslandsHáskólanum á AkureyriHáskólanum á Bifröst og Háskólanum í Reykjavík.

Kennsla

Nám í viðskiptafræði hefur verið kennt við Háskólann á BifröstViðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, Viðskiptadeild Viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri og Viðskiptafræðideild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Að loknu námi

Að loknu BSc prófi er hægt að starfa sem viðskiptafræðingur. Möguleiki er að fara í framhaldsnám í viðskiptafræði eða öðrum greinum.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika