Aðstoðarfólk í verslunum sinnir vel afmörkuðum verkefnum undir stjórn deildar- eða verslunarstjóra. Alla jafna er unnið eftir skýrum verklagsreglum, oft til aðstoðar öðru starfsfólki verslunarinnar.

Helstu verkefni

- raða vörum í hillur
- safna saman innkaupakerrum og körfum
- raða í poka fyrir viðskiptavini

Hæfnikröfur

Í starfi aðstoðarmanns í verslun þarf að búa yfir grunnþekkingu á helstu vörutegundum sem í boði eru og geta unnið eftir leiðsögn annarra. Mikilvægt er að þekkja starfs- og öryggisreglur vinnustaðarins, geta tekið við og miðlað upplýsingum og komið fram við viðskiptavini af jákvæðni og þjónustulund.

Námið

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám hefur verið í boði á vegum Mímis - símenntunar. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er heimilt að fá námið metið til allt að 51 framhaldsskólaeininga. 

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika