Dýralæknar sinna almennum dýralækningum og annast fyrirbyggjandi starf í þágu heilbrigðis nytja- og gæludýra. Einnig vinna margir dýralæknar að rannsóknum á sérsviðum og/eða sinna ráðgjafar- og fræðslustörfum.
Héraðsdýralæknar hafa eftirlit með heilbrigði eldisdýra og hreinlæti við vinnslu matvæla svo sem í fiskeldi, mjólkurframleiðslu eða kjötvinnslu. Dýralæknar starfa ýmist á eigin vegum, á einkastofum eða hjá ríki og sveitarfélögum.
Í starfi sem dýralæknir gætirðu þurft að vinna langar og óreglulegar vaktir.
Helstu verkefni
- ráðleggja um aðbúnað, hirðingu og fóðrun dýra
- greina sjúkdóma, gefa lyf, annast bólusetningu og gera að meiðslum
- framkvæma skurðaðgerðir og krufningar
- rannsóknir, til dæmis á dýrasjúkdómum, kynbótum eða lyfjaframleiðslu
Hæfnikröfur
Í starfi dýralæknis er nauðsynlegt að hafa áhuga á velferð dýra, geta sett sig í spor eigenda dýra og sýnt nærgætni. Mikilvægt er að hafa til að bera þolinmæði, ákveðni og getu til að taka erfiðar ákvarðanir. Einnig er gott að vera vel á sig kominn líkamlega og hafa færni í koma auga á smáatriði.
Dýralæknafélag Íslands
Námið
Dýralæknamenntun er á háskólastigi og tekur frá fimm og hálfu ári upp í sex og hálft ár. Dýralækningar eru ekki kenndar hér á landi og hafa dýralæknar því sótt menntun sína til Norðurlanda og annarra landa innan Evrópu.
Nánar um nám dýralækna og skóla erlendis.
Tengd störf