Ferðamálafræðingar vinna við stjórnun og skipulagningu, markaðssetningu og kynningu ferðamála. Í starfinu felast einnig verkefni tengd skipulags- og umhverfismálum, leiðsögn ferðamanna og landvörslu auk þess sem ferðamálafræðingar starfa í tengslum við fjölmiðla, kennslu og rannsóknir.
Í starfi sem ferðamálafræðingur gætirðu hvort tveggja starfað hjá einkafyrirtækjum og hjá ríki eða sveitarfélögum. Oftast er um að ræða skrifstofuvinnu þó einnig sé unnið í þjóðgörðum og á margvíslegum ferðamannastöðum.
Helstu verkefni
- skipuleggja og bóka ferðir
- verkefnastjórnun; til dæmis vegna skipulags á vinsælum áfangastöðum
- kennsla og rannsóknir á háskólastigi
- aðstoð við markaðssetningu
- skipuleggja nýjar ferðir og finna nýja áfangastaði
- fræðsla og upplýsingagjöf
Hæfnikröfur
Ferðamálafræðingar þurfa að hafa áhuga á ferðalögum og ferðaþjónustu. Þekking á landi og þjóð, umhverfismálum og þróun ferðamennsku er mjög æskileg ásamt skipulagshæfni, þekkingar á áætlanagerð og hæfni í mannlegum samskiptum.
Ferðamálastofa
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar
Námið
Ferðamálafræði er nám á háskólastigi. Við Háskóla Íslands er grunnnám til BS – gráðu þriggja ára nám og einnig í boði tveggja ára framhaldsnám til meistaragráðu.
Við ferðamáladeild Háskólans á Hólum er í boði eins árs diplómanám auk náms til BA – gráðu og meistaraprófs.
Tengd störf