Ferðamálafræði er grunnnám á háskólastigi. Það veitir fræðilegan skilning á ferðamálum og yfirsýn yfir ferðamennsku á heimsvísu en jafnframt staðgóða þekkingu á ferðamennsku og ferðaþjónustu á Íslandi. Námið tengir saman ýmis fræðasvið, þar á meðal náttúru- og umhverfisfræði, skipulagsfræði, viðskiptafræði og menningarfræði.
Náminu lýkur með BS prófi. Námstími er þrjú ár.
Námsvalshjól Háskóla Íslands
Kröfur
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf úr framhaldsskóla eða sambærilegt nám.
Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Nám í ferðamálafræði er fræðilegt og verklegt en farið er í námsferð á þriðja ári. Kennsla fer fram í staðnámi.
Námskeið á 1. ári eru öll skyldunámskeið en skyldu- og valnámskeið eru hin árin. Ekki er formlegt lokaverkefni (BS) en nemendur vinna stórt verkefni á þriðja ári í tengslum við námsferð.
Kennsla
Nám í ferðamálafræði hefur verið kennt innan Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands og við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum.
Að loknu námi
Eftir námið er hægt að starfa víða sem ferðamálafræðingur. Eins veitir BS próf möguleika á framhaldsnámi á háskólastigi.
Tengt nám