Störf flugfreyja og flugþjóna felast fyrst og fremst í að gæta öryggis flugfarþega og áhafnar; kynna öryggisútbúnað um borð og sjá til að öryggisreglum sé fylgt, ekki síst í flugtaki og lendingu. Um er að ræða vaktavinnu þar sem vinnutíminn getur verið mjög óreglulegur.

Verkstjóri áhafnar um borð kallast fyrsta flugfreyja og ber ábyrgð á að unnið sé samkvæmt reglum og gerir skýrslu um hverja ferð. Yfirflugfreyja er yfirmaður flugfreyja og flugþjóna og sér að hluta til um þjálfun þeirra og er tengiliður við stjórnendur flugfélaga.

Helstu verkefni

- undirbúningsfundir fyrir flug
- gæta þess að öryggisútbúnaður sé í lagi fyrir flugtak
- taka á móti farþegum og aðstoða þá við að koma sér fyrir
- sinna sérstaklega ákveðnum farþegum til dæmis börnum og flughræddum
- bera fram máltíðir og drykki og selja tollfrjálsar vörur
- svara spurningum farþega og aðstoða þá á ýmsan hátt
- ganga frá fyrir lendingu, fylla út pappíra og undirbúa næsta flug

Hæfnikröfur

Til að geta starfað sem flugfreyja/flugþjónn þarf að hafa lokið góðri almennri menntun og búa yfir góðri tungumálakunnáttu. Mikilvægt er að hafa hlotið þjálfun í öllu því sem snýr að öryggi í flugfarrými og geta brugðist við í slíkum aðstæðum af kunnáttu og öryggi. Einnig skiptir máli að vera í góðu líkamlegu formi, geta tekist á við breytilegar aðstæður og sýnt farþegum nærgætni og þolinmæði í erfiðum aðstæðum.

Flugfreyjufélag Íslands

Námið

Undirbúningsnámskeið fyrir starf flugfreyju og flugþjóns hafa ýmist verið í boði á vegum flugfélaga eða flugskóla.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika