Fisktæknar vinna gjarnan við verkstjórn, framleiðslustýringu eða gæðaeftirlit í fiskvinnslustöðvum, fisksölufyrirtækjum eða hjá eftirlitsaðilum. Þá getur starfið tengst kaupum á hráefni á fiskmörkuðum og/eða gerð lýsinga á hráefni fyrir mögulega kaupendur.

Í starfi sem fisktæknir gætirðu unnið í samstarfi við eigendur og starfsfólk fiskiðnaðar- og útgerðarfyrirtækja, fiskmarkaða og fiskverslana en einnig veitt ráðgjöf til fyrirtækja í fiskiðnaði.

Helstu verkefni

- skipuleggja vinnslu á hráefni
- gera áætlanir um framleiðslu og afkomu
- þjálfa starfsfólk, kenna verklag og útskýra reglur um snyrtingu og pökkun
- kaupa hráefni á fiskmörkuðum, beint frá útgerðarmönnum eða útlöndum
- sjá um gæðaeftirlit; skoða hráefni, fullunnar afurðir og umbúðir

Hæfnikröfur

Fisktæknar þurfa að hafa nægilega undirstöðuþekkingu til að geta annast almenna verkstjórn, gæðaflokkun og stjórn véla í fiskvinnslu. Einnig þarf fisktæknir að vera fær um að taka að sér eftirlitsstörf, verkþjálfun og stjórnun. Gott er að hafa áhuga á fjölbreyttum hliðum sjávarútvegsins. Fisktæknar vinna með ýmsar vélar og tæki sem notuð eru til að hámarka gæði og verðmæti fisks.

Námið

Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Um er að ræða hagnýtt tveggja ára nám sem byggt er upp þannig að önnur hver önn er í skóla en hin á vinnustað.

 Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika