Gervahönnuðir búa til gervi og sérstök útlitseinkenni, svo sem skalla, skegg, nef og bólur, á persónur í leikhúsi, kvikmyndum, auglýsingum og annars staðar þar sem þörf er á slíkum útlitsbreytingum.
Gervahönnuðir starfa flestir sem verktakar innan kvikmyndaiðnaðarins og kallast þá leikgervahönnuðir, oftast í samstarfi við annað fagfólk á borð við búningahönnuði, leikstjóra, ljósamenn, hljóðmenn, leikara og förðunarfólk. Í einhverjum tilfellum er hárkollugerð hluti starfsins, aðallega innan leikhúsanna.
Helstu verkefni
- lesa handrit, hitta listræna stjórnendur og undirbúa frumsýningu verks
- leggja fram hugmyndir að útliti sögupersónu
- skapa heildarútlit í samstarfi við leikara og listræna stjórnendur
- grímugerð, hönnun á gervum, förðun og hárgreiðsla
- vera til taks á meðan sýningum stendur
- halda vinnuaðstöðu hreinni, fjarlæga farða og gæta þess að hárkollur og aukahlutir séu í lagi
Hæfnikröfur
Gervahönnuðir þurfa að vera nákvæmir, skapandi, með gott hugmyndaflug og eiga gott með að kynna hugmyndir sínar fyrir öðrum. Mikilvægt er að geta hvort tveggja unnið sjálfstætt og í teymi með öðrum en starfið getur oft á tíðum verið krefjandi og vinnutími óreglulegur.
Bandalag íslenskra listamanna
Námið
Nám í gervahönnun er ekki í boði á Íslandi en við Dramatiska Instituded i Svíþjóð hefur verið hægt að ljúka BA gráðu í greininni. Hér gætu þó starfstengd námskeið verið í boði s.s. leikhúsförðun eða hárkollugerð.
Tengd störf