Búningagerðarmenn búa til og útfæra búninga eftir teikningum og upplýsingum búningahönnuðar. Í starfinu felst að sníða, sauma og vinna með margskonar efni, liti og áferð.
Í starfi við búningagerð gætirðu til dæmis starfað hjá stærri leikhúsum, við sjónvarpsþáttagerð eða sem verktaki við kvikmyndagerð.
Helstu verkefni
- útfæra búninga eftir teikningum búningahönnuðar
- koma með tillögur að búningaefni og aukahlutum á borð við tölur og rennilása
- lita búningaefni, búa til munstur og áferð
- skoða hönnun frá tilteknu tímabili til þess að hafa búninga sem raunsæjasta
- máta búninga og breyta ef þarf, til dæmis þrengja eða víkka
- strauja og gera búninga tilbúna fyrir sýningu
- laga búninga sem verða fyrir hnjaski við notkun
Hæfnikröfur
Í starfi við búningagerð er æskilegt að hafa lært klæðskurð, kjólasaum eða búningagerð auk þess sem áhugi og þekking á hönnun, litafræði, búningasögu og jafnvel skógerð getur komið að gagni. Mikilvægt er að búa yfir tækni til að breyta búningum eftir tímabilum, aldri og áferð auk þess að geta unnið af nákvæmni og þolinmæði. Búningagerðarfólk vinnur með margvísleg tæki til sníðagerðar og sauma.
Bandalag íslenskra listamanna
Námið
Búningagerð er ekki kennd sérstaklega á Íslandi en tengdar greinar á borð við hönnun og nýsköpun, fatatækni, kjólsaum og klæðskurð eru kenndar við Tækniskólann auk fata- og textílkjörsviðs listnámsbrauta nokkurra framhaldsskóla.
Tengd störf