Störf grunnskólakennara felast í sérgreina- eða bekkjarkennslu ásamt því að þjálfa nemendur í félagslegum samskiptum, tjáningu, skipulegum vinnubrögðum og umgengni. Grunnskólakennari er lögverndað starfsheiti.
Í starfi sem grunnskólakennari gætirðu haft umsjón með bekk og/eða sérhæft þig á ákveðnu sviði í bók- eða verklegum námsgreinum. Starfinu fylgir mikil samvinna við foreldra og starfsmenn skóla og tengdra stofnanna.
Helstu verkefni
- skipuleggja nám og kennslu
- kynna og útskýra námsefni fyrir nemendum
- námsefnisgerð og fyrirlögn verkefna, æfinga og kannana
- meta árangur nemenda
- þjálfa nemendur í góðri umgengni
- fylgjast með mætingu nemenda
- styðja nemendur í samskiptum og persónulegum málum
- sitja kennarafundi og taka þátt í mótun skólastarfs
Hæfnikröfur
Grunnskólakennarar fá starfsleyfi frá menntamálaráðuneyti og þurfa að hafa lokið meistaraprófi á háskólastigi. Grunnskólakennari þarf að hafa hæfni til að starfa sjálfstætt og getu til að mynda góð tengsl við nemendur, forráðamenn og samstarfsfólk. Í starfinu eru sköpunargáfa, þolinmæði og gott tímaskipulag miklir kostir ásamt því að hafa til að bera hæfni til að stjórna bekkjum og takast á við krefjandi hegðun barna og unglinga.
Námið
Til að verða grunnskólakennari þarf að ljúka fimm ára háskólanámi til meistaragráðu sem gefur löggilt kennararéttindi.
Slíkt nám er í boði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Tengd störf