Atvinnumennska í íþróttum felur í sér að þroska hæfileika á ákveðnu sviði með miklum æfingum. Vinnudagurinn snýst um næstu æfingu og undirbúning fyrir mót eða keppni. Atvinnuíþróttafólk er mikið á ferðinni, innan lands og utan auk talsverðra samskipta við styrktaraðila og aðra sem tengjast viðkomandi íþrótt.

Á Íslandi fer atvinnumennska í íþróttum vaxandi og er algengust í knattspyrnu og handbolta en einnig starfar fólk gjarnan við íþróttir samhliða eigin íþróttaferli. Flest atvinnuíþróttafólk tilheyrir ákveðnu íþróttafélagi og er oft í miklum samskiptum við starfsstéttir á borð við lækna, sjúkraþjálfara, nuddara og næringarráðgjafa.

Helstu verkefni

- skipulagning æfinga með þjálfara
- gerð áætlunar um hvíld, mataræði o.þ.h.
- vinna með styrktaraðilum; kynningar, auglýsingar o.fl.
- æfingar og keppni

Hæfnikröfur

Atvinnufólk í íþróttum þarf að hafa til að bera hæfileika í bland við mikinn vilja til æfinga. Vinnusemi er lykilatriði sem og að geta hvort tveggja unnið sjálfstætt og með öðrum. Í einstaklingsíþróttum þarf gjarnan að skipuleggja vinnudaginn upp á eigin spýtur og eru skipulagshæfileikar því æskilegir. Í hópíþróttum er nauðsynlegt að geta unnið með öðrum og gert það sem er best fyrir liðið.

Byggt á Utdanning.no - Idrettsutøver

Námið

Ekki er farið fram á formlega menntun til að sinna atvinnumennsku í íþróttum. Hins vegar er hægt að útskrifast af íþróttabrautum framhaldsskóla eða vera í námi sem skipulagt er með þarfir íþróttafólks í huga.

Ferill atvinnuíþróttafólks er alla jafna styttri en hefðbundinn starfsferill og því algengt að nám sé stundað að hluta samhliða íþróttunum.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika