Störf hjúkrunarfræðinga eru afar fjölbreytt og felast í hjúkrun, kennslu, vísindarannsóknum og stjórnun. Hjúkrunarfræðingar bera faglega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu í landinu og er starfsheiti þeirra lögverndað.
Hjúkrunarfræðingar starfa víðsvegar í þjóðfélaginu, svo sem á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum, í heilsugæslu, heimahúsum, skólum og öldrunarstofnunum. Þá geta hjúkrunarfræðingar starfað erlendis, til dæmis við alþjóðleg hjálparstörf.
Helstu verkefni
Helstu þættir hjúkrunar:
- umönnun sjúklinga
- mat á ástandi sjúklinga, eftirlit og hjúkrunarmeðferð
- leiðbeiningar, ráðgjöf og kennsla til skjólstæðinga og aðstandenda
- forvarnir, heilsuefling og heilsuvernd
- aðstoð og stuðningur við sjúklinga og aðstandendur
- endurhæfing
Hæfnikröfur
Hjúkrunarfræðingar fá starfsleyfi frá landlækni og þurfa að hafa lokið BS-prófi í hjúkrunarfræði að lágmarki. Hjúkrunarfræðingur þarf að þekkja vel þau lög og reglugerðir sem gilda um heilbrigðisstarfsmenn og geta borið ábyrgð á þeim forvörnum, ráðgjöf, greiningu og hjúkrunarmeðferð sem veitt er. Þá er mikilvægt að viðhalda fagþekkingu og virða siðareglur stéttarinnar.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Námið
Hjúkrunarfræði er kennd við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og er fjögurra ára nám til BS gráðu. Meistaranám er í boði við báða skólana og doktorsnám við H.Í.
Til að fá sérfræðingsleyfi á klínískum sérsviðum hjúkrunar þarf meistara- eða doktorspróf. Sérsviðin eru margvísleg og má nefna: Barnahjúkrun, bráðahjúkrun, geðhjúkrun, gjörgæsluhjúkrun, heilsugæsluhjúkrun, skurðhjúkrun og öldrunarhjúkrun.
Sjá nánar á heimasiðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Tengd störf