Leikmunaverðir útvega, búa til og halda utan um leikmuni fyrir mismunandi uppfærslur í leikhúsum, sjónvarpi, óperum eða í tengslum við kvikmyndagerð.
Leikmunavörður ber ábyrgð á að leikmunir og fylgihlutir henti fyrir viðkomandi sýningu eða upptöku, gerir lista yfir það sem þarf, finnur hluti eða býr til eftir atvikum. Leikmunir geta verið allt frá litlum umslögum til gamalla ruggustóla.
Í stærri verkefnum er unnið með fleiri starfsstéttum svo sem smiðum og málurum og einnig í nánu samstarfi við leikmyndahönnuð og framleiðenda. Starfinu geta fylgt ferðalög, til dæmis vegna tónleikahalds eða upptökuvinnu.
Helstu verkefni
- framleiðsla, innkaup og viðhald leikmuna
- setja upp og ganga frá leikmunum og sviðsbúnaði
- mála og skreyta
- sinna bókhaldi og skráningu
- fylgjast með lagerstöðu og útlánum
Leikmunaverðir starfa í leikhúsum, tónleikasölum, óperuhúsum eða við kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu.
Hæfnikröfur
Áhugi á leikhúsi og kvikmyndum er mikilvæg forsenda í starfi leikmunavarða ásamt því að geta unnið á skapandi hátt í því umhverfi. Mikill kostur er að vera handlagin/n og eiga gott með að vinna skipulega að hagnýtum verkefnum bæði sjálfstætt og með öðrum.
Byggt á Utdanning.no - Rekvisitør
Tengd störf