Lögreglan starfar við að gæta laga og reglna auk margvíslegra hjálpar- og þjónustustarfa. Í starfinu felst að fyrirbyggja lögbrot með forvarnarstarfi en bregðast við brotum með viðeigandi hætti.
Helstu verkefni
- almenn löggæslustörf svo sem vaktir á lögreglustöð, útköll og umferðarstjórn
- taka á móti kærum og rannsaka mál af ýmsum toga
- sinna forvarnarstarfi og umferðarfræðslu
- taka þátt í leitar- og björgunarstörfum
Hæfnikröfur
Í starfinu er mikilvægt að búa yfir góðri samskiptafærni og þjónustulund. Starfið getur einnig verið afar krefjandi og því æskilegt að geta sýnt hugrekki og frumkvæði og beitt skynsemi og þolinmæði í erfiðum aðstæðum. Almennt líkamlegt og andlegt heilbrigði skiptir miklu máli í starfi sem lögreglumaður.
Landssamband lögreglumanna
Námið
Lögreglufræði er kennd við Háskólann á Akureyri. Tveggja ára diplómanám er alls 120 einingar en einnig er hægt að ljúka 180 eininga bakkalárnámi auk náms fyrir starfandi lögreglumenn.
Áhersla er á sveigjanlegt nám, staðarnám og fjarnám.
Tengd störf