Nordjobb er verkefni sem hugsað er sem leið fyrir ungt fólk á aldrinum 18 – 30 ára, til að öðlast dýrmæta starfsreynslu og kynnast í leiðinni nágrannalöndunum. Í árstíðabundnu starfi er hægt að upplifa hvernig það er að búa í öðru norrænu landi og geta á sama tíma eignast nýja vini frá öllum kimum Norðurlandanna.
Hægt er að senda inn almenna umsókn og vera þannig á skrá hafandi gert grein fyrir helstu áhugasviðum varðandi mögulegan starfsvettvang, þau lönd sem helst kæmu til greina sem og tímabil. Einnig er hægt að sækja beint um ákveðin störf sem eru auglýst á heimasíðu Nordjobb.
Helstu verkefni
Nordjobb hefur milligöngu um að finna heppilegt starf, útvega húsnæði og aðstoða við hagnýt mál á borð við kennitölu, bankareikning, skattkort og skattframtal. Einnig er spennandi menningar- og frístundadagskrá í boði á vegum verkefnisins.
Hæfnikröfur
Skilyrði til að geta sótt um í Nordjobb er að hafa ríkisborgararétt í norrænu landi eða innan ESB, vera á aldrinum 18-30 ára og tala ensku eða skandinavískt tungumál (dönsku, norsku eða sænsku).
Tengd störf