Öryggisverðir sinna fyrirbyggjandi eftirliti, staðbundnu sem og farandgæslu eða eftirliti frá stjórnstöð. Í starfinu felst að gæta fólks og verðmæta til varnar þjófnaði, vatnsskaða, eldi, slysum og skemmdarverkum.
Öryggisverðir starfa í fyrirtækjum, í tengslum við híbýli fólks og við eftirlit á opnum eða lokuðum svæðum. Einnig starfa öryggisverðir til dæmis í verslunarmiðstöðvum og sinna þar einnig vandamálum, sem upp koma, á borð við búðahnupl.
Helstu verkefni
- öryggisgæsla og eftirlit með mannaferðum eða búnaði
- bregðast við boðum frá neyðarhnöppum og öryggiskerfum
- annast flutning verðmæta
- vakta öryggis- og hússtjórnarkerfi
- lyklavarsla, opnanir og lokanir húsa
- móttaka þjónustubeiðna og upplýsingaþjónusta
Hæfnikröfur
Öryggisverðir þurfa alla jafna að hafa hreint sakavottorð auk kunnáttu í ensku, íslensku og á tölvur. Ýmis námskeið eru í boði fyrir öryggisverði oft tengd einstaka starfsstöðum og fyrirtækjum.
Námið
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út námskrá fyrir öryggisverði. Námskrána má meta til styttingar náms í framhaldsskóla. Nánari upplýsingar gefa símenntunarmiðstöðvar.
Tengd störf