Ræstitæknar sjá um að halda húsnæði hreinu eftir fyrir fram ákveðinni verklýsingu eða eftir þörfum og óskum vinnuveitenda. Starfið felur hvort tveggja í sér létt þrif og stórþrif eftir aðstæðum, ásamt eftirliti með húsnæði.

Í starfi sem ræstitæknir getur vinnutíminn verið nokkuð breytilegur. Unnið er víða svo sem á skrifstofum, í verslunum, á veitingastöðum, í fyrirtækjum eða einkaheimilum.

Helstu verkefni

- tæma ruslafötur og þurrka af gluggakistum, skrifborðum og húsgögnum
- sótthreinsa og þrífa klósett, vaska og spegla
- skipta um pappír og handklæði og bæta í sápuhólf
- sópa og skúra gólf ásamt því að ryksuga teppi og lausar mottur
- sjá til að uppröðun húsgagna sé í samræmi við fyrirmæli
- umsjón með ræstinga- og hreinlætisvörum

Hæfnikröfur

Ræstitæknar þurfa að búa yfir verklagni og verkviti ásamt samviskusemi og sjálfstæðum vinnubrögðum. Í starfinu er unnið með margvísleg tæki og hreinsiefni sem gott er að þekkja til. Góð líkamleg heilsa er gagnleg enda útheimtir starfið nokkra hreyfingu og líkamlega áreynslu.

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til að gegna starfi ræstitæknis en ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika