Sjávarútvegsfræðingar búa yfir margvíslegri sérfræðiþekkingu sem nýtist við ýmis verkefni í sjávarútvegi. Störf þeirra felast gjarnan í að greina gögn, leita að og koma upplýsingum á framfæri, leysa vandamál og finna arðbærar lausnir.

Flestir sjávarútvegsfræðingar starfa innan sjávarútvegsgeirans en einnig í tengslum við samgöngumál, upplýsinga- og þekkingariðnað og kennslu svo dæmi séu tekin.

Helstu verkefni

- skipuleggja og stjórna rannsóknum, þróunarverkefnum og framleiðslu
- undirbúa tillögur og veita ráðgjöf vegna einstakra verkefna
- greina vandamál og koma með tillögur að lausnum
- markmiðssetning út frá niðurstöðum vísindalegra rannsókna
- þróa staðla og verklagsreglur innan sjávarútvegs
- rannsóknir og kennsla á háskólastigi

Hæfnikröfur

Sjávarútvegsfræðingar þurfa að geta greint vandamál og unnið að lausn þeirra af töluverðri nákvæmni. Geta til að vinna sjálfstætt er æskileg auk kunnáttu í öflun, vinnslu og meðferð tölulegra gagna. Góð þekking í greinum á borð við efnafræði, líffræði og stærðfræði er nauðsynleg. Í starfinu er mikið unnið með fjölbreytt tölvuforrit ásamt ýmsum tækjum og tólum sem tengjast sjávarútvegi.

Hafrannsóknastofnun

Námið

Háskólinn á Akureyri býður upp á þriggja ára nám í sjávarútvegsfræði til BS-prófs.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika