Skipstjórar stjórna og bera ábyrgð á skipum; velferð og aðbúnaði skipverja, farmi, afla og farþegum. Viðfangsefni skipstjóra eru breytileg eftir réttindastigi þeirra og stærð og hlutverki skipa. Starfsréttindi skipstjóra eru lögvernduð.

Réttindastig skipstjóra eru 5:
A – réttindi ná til skipa allt að 24 metrum
B – réttindi ná til skipa allt að 45 metrum í innanlandssiglingum auk flutninga- og farþegaskipa að 500 brúttótonnum
C – réttindi ná yfir ótakmarkaða stærð fiskiskipa auk flutninga- og farþegaskipa að 3000 brúttótonnum
D – réttindi ná til allra skipa nema varðskipa

Skipstjórar starfa á fiskiskipum, flutningaskipum og varðskipum (E – réttindi) en hlutverk þess síðastnefnda er að annast almenna löggæslu, leitar- og björgunarstörf á hafi úti, auk þess að veita afskekktum byggðum, stofnunum í landi og öðrum skipum ýmsa aðstoð og þjónustu.

Helstu verkefni

- skipuleggja og taka ákvarðanir um siglingaleið, stefnu og siglingalag
- stjórna skipi við sérstakar aðstæður svo sem þegar lagst er að bryggju
- samræma störf um borð
- velja fiskimið, skipuleggja veiðar og sjá til að veiðarfæri séu í lagi
- umsjón með fermingu og affermingu skips
- ráðningar og skráning skipshafnar

Hæfnikröfur

Skipstjóri þarf að hafa þekkingu og færni til að stjórna skipum sem réttindi þeirra ná yfir. Mikilvægt er að geta metið veðurfarslegar aðstæður og þær hættur sem skapast geta um borð og á hafi úti. Skipstjórar þurfa að þekkja vel til hvers kyns siglingartækja og sjókorta, auk fiskileitartækja þegar það á við.

Félag skipstjórnarmanna

Námið

Nám í skipstjórn skiptist í fimm réttindastig sem hvert um sig gefur réttindi til starfa um borð í skipum af mismunandi stærð og gerð. Réttindastig D er fjögurra ára nám og veitir ótakmörkuð réttindi á öll skip, nema varðskip. Námið er í boði í Tækniskólanum en stig A og B einnig við Menntaskólann á Ísafirði og B stig í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika