Skólaritarar starfa á skrifstofum skóla og sinna þar daglegri afgreiðslu, símsvörun, skjalavörslu og bókhaldi. Í starfinu felst einnig að afgreiða ýmis erindi nemenda og eiga samskipti við fólk og stofnanir tengdum skólanum.

Í starfi skólaritara eru mikil samskipti við nemendur og starfsfólk auk þeirrar tengingar sem starfið felur í sér, á milli heimilis og skóla.

Helstu verkefni

- taka við fjarvistartilkynningum og tölvupósti til skólans
- hafa eftirlit með tækjum á skrifstofu
- innritun og nemendaskráning
- undirbúnings- og frágangsvinna við upphaf og lok skólaárs
- panta pappír, ritföng og rekstrarvörur
- ljósrita og fjölfalda gögn
- sjá um upplýsingamöppur á borð við bekkjalista og stundaskrár

Hæfnikröfur

Í starfi skólaritara er oft krafist stúdentsprófs, sérstaklega ef hluti starfsins felst í skjalavörslu og bókhaldi. Áhersla er lögð á hæfni í mannlegum samskiptum og mikilvægi þess að gæta trúnaðar varðandi upplýsingar. Mikilvægt er að þekkja vel til þeirra upplýsinga- og skráningarkerfa sem notuð eru í starfinu.

Námið

Ýmis konar nám getur verið gagnlegt í starfi skólaritara en einnig hafa sérstök námskeið verið í boði á vegum símenntunarmiðstöðva.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika