Sótthreinsitæknar starfa innan heilbrigðisþjónustunnar við sótthreinsun og dauðhreinsun skurðáhalda og lækningatækja sem notuð eru við aðgerðir. Í starfinu felst því að sjá til þess að öll tæki, verkfæri og áhöld sem nauðsynleg eru til skoðunar eða framkvæmda á aðgerðum séu sótt- og dauðhreinsuð samkvæmt ströngustu kröfum.

Helstu verkefni

- hreinsun, sótthreinsun, þurrkun, skoðun og pökkun
- flutningur á dauðhreinsuðum vörum
- geymsla á búnaði
- eftirlit með efnum og dauðhreinsunarofnum

Hæfnikröfur

Sótthreinsitæknar þurfa að þekkja vel til sótt- og dauðhreinsunar, áhalda og efna sem notuð eru við aðgerðir. Í starfi þarf að búa yfir frumkvæði, sjálfstæði, nákvæmni, skipulagsfærni og handlagni en starfið getur reynt á líkamlega.
Kunnátta í íslensku og ensku er nauðsynleg auk tölvufærni og tæknilegrar þekkingar á sem búnaði sem notaður er í starfinu.

Námið

Nám í sótthreinsitækni hefur verið í boði við Fjölbrautaskólann í Ármúla sem hluti af námsframboði Heilbrigðisskólans í samvinnu við Landspítalann.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika