Stuðningsfulltrúar í búsetu aðstoða þau sem þurfa á sérhæfðri aðstoð að halda við athafnir daglegs lífs; heimilishald, umgengni og tómstundir. Unnið er með fólki með fatlanir, geðræna sjúkdóma og öðrum þeim sem þurfa stuðnings við til lengri eða skemmri tíma.
Störf stuðningsfulltrúa í búsetu geta verið talsvert mismunandi vegna ólíkra þarfa skjólstæðinga. Stuðningsfulltrúar vinna oftast með öðru fagfólki og sérfræðingum þar sem ákvarðanir eru teknar um meðferðarform, skipulag og áætlanir.
Helstu verkefni
- aðstoða við heimilisstörf; þrif, matseld og þvotta
- leiðbeina og aðstoða í sambandi við fataval og hreinlæti
- hjálpa til við að matast og klæðast ef með þarf
- aðstoða við að sinna erindum á borð við innkaup og samskipti við stofnanir
- veita íbúum sambýlis félagsskap
- leiðbeina og aðstoða í tengslum við mannleg samskipti
- aðstoða við þátttöku í tómstundastarfi
Hæfnikröfur
Stuðningsfulltrúar í búsetu þurfa að búa yfir mikilli samkennd, hafa áhuga á að hjálpa öðrum og búa yfir hæfileika til að leiðbeina og hvetja. Samviskusemi, skipulögð vinnubrögð og þekking á þörfum og getu skjólstæðinga eru afar mikilvægir eiginleikar. Æskilegt er að vera vel á sig kominn líkamlega sem andlega.
Tengd störf