Viðfangsefni þjóðfræðinga eru aðstæður fólks og samfélag; tjáning, listfengi og veruleiki hversdagslífsins. Í starfi þjóðfræðinga felst að skoða sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhætti, trú og tónlist, siði og venjur, hátíðir og leiki, klæðnað og matarhefðir fólks í fortíð og nútíð.
Sem þjóðfræðingur gætirðu starfað víða svo sem við fjölmiðla, ferðaþjónustu, fornleifarannsóknir, fræðimennsku, kennslu eða í tengslum við söfn og menningarmiðstöðvar.
Helstu verkefni
- skoða heimildir um líf fólks og umhverfi
- rannsaka samfélög og hópamyndun
- skrifa bækur, greinar og ritgerðir byggðar á heimildum og rannsóknum
- kennsla á öllum skólastigum
Hæfnikröfur
Þjóðfræðingar þurfa að vera áhugasamir um fortíðina og tengingu hennar við nútímann. Þolinmæði, gagnrýnin hugsun og skipulagshæfni eru mikilvægir eiginleikar auk getu til að flokka upplýsingar og forgangsraða eftir mikilvægi. Þekking á íslenskum hefðum, menningu og gildum er einnig æskileg. Í starfi þjóðfræðinga er unnið með fjölbreyttar heimildir, gagnagrunna og viðeigandi tölvuforrit.
Námið
Grunnnám í þjóðfræði til BA - gráðu er þriggja ára nám við Háskóla Íslands.
Framhaldsnám til meistaraprófs er einnig í boði.
Tengd störf