Starfsumhverfi umsjónarmanns fasteigna getur verið mjög fjölbreytt. Þannig getur starfið falist í húsumsjón í smærri fyrirtækjum eða skólastofnunum, í íbúðabyggingum eða stærri byggingum á borð við íþróttamannvirki. Á sama hátt getur verið um að ræða allt frá léttu viðhaldi á húsnæði til þess að stýra tæknivæddu umhverfi með tölvubúnaði.

Helstu verkefni

- opna húsnæði að morgni og ganga frá að kvöldi
- fylgjast með að húsreglum sé framfylgt, til dæmis um umgengni og hávaða
- leitast við að verja eignir gegn tjóni
- fylgjast með vatnsnotkun, hita og loftræstikerfi
- einfaldar viðgerðir og viðhald
- samvinna við iðnaðarmenn vegna stærri viðgerða
- umsjón með hreingerningu og ráðning ræstingafólks

Hæfnikröfur

Umsjónarmaður fasteigna þarf að búa yfir færni í samskiptum, skipulagshæfileikum, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði. Jafnframt þarfnast starfið tölvufærni og þekkingar á ýmis konar hússtjórnarkerfa á borð við aðgangs-, bruna- og öryggiskerfa. Æskilegt er að umsjónarmenn fasteigna séu laghentir og hafi iðnmenntun sem hæfir starfinu.

Námið

Almennt er ekki gerð formleg krafa um menntun til að gegna starfi umsjónarmanns fasteigna en ýmis konar iðnmenntun getur verið mjög gagnleg.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika