Megin viðfangsefni verkstjóra í fiskvinnslu er að skipuleggja vinnslu, ákveða hvaða vinnsluaðferðum er beitt og sjá til þess að rétt vara sé framleidd samkvæmt vinnslureglum. Verkstjóri ber ábyrgð á að öll tæki og tól virki, verkferlum sé fylgt og  öryggis- og gæðakröfur haldi.

Verkstjóri vinnur meðal annars í nánu samstarfi við vélstjóra og gæðastjóra, deilir verkefnum út til flokksstjóra en heyrir sjálfur undir vinnslustjóra. Vinnuumhverfið er gjarnan fjölmenningarlegt, vinnutími getur verið breytilegur og vinnuaðstæður  misjafnar.

Helstu verkefni

- sjá til að vinnslusvæði sé í lagi; umhverfi, aðbúnaður og öryggismál
- tryggja að framleiðslan fari fram samkvæmt vinnslureglum og pöntunum
- samskipti við sölufólk og kynningarstarf
- starfsmannamál; umsóknir, ráðningar, leyfi og veikindi
- forrita vinnslulínur, stilla vélar og bregðast við bilunum
- skrá pantanir

Hæfnikröfur

Mikilvægt er að verkstjóri hafi þekkingu á öllum þáttum og verkferlum vinnslunnar og geti skipulagt vinnuna á sem skynsamlegastan máta. Einnig að geta brugðist hratt við undir álagi, verið samstarfsfólki góð fyrirmynd og séð til þess að fyrirliggjandi verkefnum sé lokið tímanlega.

Starfaprófílar FA

Námið

Gagnlegar námsleiðir og/eða námskeið kunna að vera í boði t.d. hjá Fisktækniskóla Íslands.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika