Landverðir vinna fyrst og fremst yfir sumarmánuðina við móttöku gesta á friðlýstum svæðum. Í starfinu felst að veita upplýsingar um náttúru, staðhætti, sögu, tjaldsvæði, gönguleiðir, akvegi og annað sem ferðamenn vilja vita.

Helstu verkefni

- fræðsla um náttúru viðkomandi svæðis
- eftirlit með umferð og umgengni fólks
- merking, lagning og viðhald göngustíga
- aðstoð og fyrsta hjálp ef slys ber að höndum

Hæfnikröfur

Í starfi sem landvörður er áhugi á náttúru og náttúruvernd mikill kostur ásamt þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. Mikilvægt er að þekkja til umhverfismála, náttúruverndar, menningar og nærsamfélags, búa yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu auk verklagni og þekkingar á skyndihjálp.
Landvarðafélag Íslands
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Námið

Til að fá réttindi sem landvörður þarf að ljúka námskeiði í náttúruvernd og landvörslu sem Umhverfisstofnun stendur að ár hvert. Þurfa þátttakendur að vera orðnir 20 ára, með stúdentspróf eða aðra sambærilega menntun eða reynslu. Á námskeiðunum er megináhersla lögð á:
Ísland - náttúrufar og þjóðlíf
Náttúruvernd
Umhverfisrétt
Dagleg störf við landvörslu
Umhverfisfræðslu
 
Landvarðarréttindi má einnig öðlast í diplómanámi í ferðamálafræðum við Háskólann á Hólum.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika