Háskólagrunnur Háskólans í Reykjavík er ætlað fólki sem stefnir að háskólanámi en hefur ekki lokið stúdentsprófi. Eingöngu er kennt í staðarnámi og tekið við skráningum fyrir haustmisseri.
Háskólagrunnur Háskólans í Reykjavík er ætlað fólki sem stefnir að háskólanámi en hefur ekki lokið stúdentsprófi. Eingöngu er kennt í staðarnámi og tekið við skráningum fyrir haustmisseri.
Kennt er í húsnæði Háskólans í Reykjavík.
Sjá inntökuskilyrði. Valin er námsleið miðað við það nám sem stefnt er að í framhaldinu. Nám í háskólagrunni er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.
Sjá hér. Námstími er eitt ár og lýkur með frumgreinaprófi.
Samhliða námi í háskólagrunni gæti verið skynsamlegt að leita til náms- og starfsráðgjafa í sambandi við möguleika á frekara námi.
Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.
Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.