Háskólagrunnur Háskólans í Reykjavík er ætlað fólki sem stefnir að háskólanámi en hefur ekki lokið stúdentsprófi eða vill bæta við slíkt próf einingum í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði.

Námið er sniðið að nemendum og miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Einnig í boði á Austurlandi, frá hausti 2021.

Kröfur

Valin er námsleið miðað við það nám sem stefnt er að í framhaldinu. Nám í háskólagrunni er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.

Námsskipulag

Námstími er eitt til tvö ár - blanda af hefðbundnu og stafrænu námi. 

Kennsla

Kennt er í húsnæði Háskólans í Reykjavík og einnig á Austurlandi frá hausti 2021.

Að loknu námi

Samhliða námi í háskólagrunni gæti verið skynsamlegt að leita til náms- og starfsráðgjafa í sambandi við möguleika á frekara námi.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika