NÁM

Leikstjórn og framleiðsla

Nám í leikstjórn og framleiðslu/handritsgerð er á framhaldsskólastigi. Meginmarkmið námsins er að nemendur fái góða innsýn og þjálfun í framleiðslu og leikstjórn kvikmyndaverka. Í náminu er meðal annars unnið með heimildamyndir, stuttmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, sjónvarpsþætti og ýmis konar skemmtiþætti.

Náminu lýkur með diplóma í leikstjórn og framleiðslu. Námstími er tvö ár.

Kennsla

Nám í leikstjórn og framleiðslu fer fram hjá Kvikmyndaskóla Íslands.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt próf en hins vegar má meta reynslu og aðra þekkingu. Er það skoðað hverju sinni. Sjá nánar um inntökuskilyrði.

Námið hefur verið lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið skiptist í sameiginleg kjarnafög og stoðáfanga. Kennt er í staðnámi. Flest námskeiðin eru skyldunámskeið en lokaverkefni er unnið á lokaönn.

Að loknu námi

Möguleiki er að starfa innan kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarins, meðal annars sem leikstjóri. Eins er hægt að fara í frekara nám erlendis.

Störf
Leikstjóri
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf