Rafvirkjun er löggilt iðngrein á framhaldsskólastigi. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtalinni 24 eða 48 vikna starfsþjálfun. Í náminu felst að auka þekkingu og færni í lagningu raflagna, uppsetningu og tengingu rafbúnaðar, mælingar, eftirlit og viðhald á rafbúnaði. Hugsanlegt er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.