Náms- og starfsRáðgjöf

Er ætlað að auðvelda fólki að ákveða stefnu í námi eða starfi út frá eigin áhuga og styrkleikum.

Ráðgjöfin kostar ekkert og getur hjálpað til við að finna rétta braut.

Hafðu samband!

Náms- og starfsráðgjöf felst í að hjálpa til við upplýsingaleit og finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi. Náms- og starfsráðgjafa er víða að finna innan skólakerfis og atvinnulífs. 

Hér reynum við að svara almennum fyrirspurnum sem varða efni síðunnar en vísum einnig til sérfróðari ráðgjafa, til dæmis hjá símenntunarmiðstöðvum, Vinnumálastofnun eða framhalds- og háskólum.

FNS_skref_retta_att

Í atvinnulífi og skólum

Grunnskólar

Hluti sérfræðiþjónustu skóla með áherslu á almenna velferð og framtíðaráform nemenda.

Framhaldsskólar

Réttur nemenda til þjónustu menntaðra náms- og starfsráðgjafa er lögbundinn.

Háskólar

Fjölbreyttur stuðningur svo sem um námsval, vinnubrögð í námi og undirbúning fyrir atvinnuleit. 

Vinnumarkaður

Áhersla á endurmenntun, atvinnuleit og endurhæfingu á vinnumarkaði. 

Gagnabanki

Fjölbreytt efni á vef Menntaskólans á Egilsstöðum sem nýst getur kennurum, ráðgjöfum, nemendum og foreldrum.

Félag náms- og starfsráðgjafa

Á heimasíðu FNS er að finna almennar upplýsingar um náms- og starfsráðgjöf auk þess sem vefurinn er samvinnuvettvangur ráðgjafa.

Evrópumiðstöð

Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar er rekin á vegum Erasmus+ og er upplýsinga- og samráðsvettvangur varðandi nám og störf innan Evrópu.

Aðrar upplýsingaveitur

Upplýsingaveitur um störf, námsleiðir og ráðgjöf á Íslandi eru margskonar. Í sambandi við atvinnuleit liggur beinast við að benda á vef Vinnumálastofnunar og VIRK – aftur í vinnu. Fjölmenningarsetur sinnir upplýsingaþjónustu fyrir innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi. Mat á erlendu háskólanámi er á vegum Enic-Naric á Íslandi og upplýsingar um nám erlendis má nálgast á vefsvæðinu FaraBara. Iðn- og verkgreinar eru sérstaklega kynntar á vef sem kennir sig við nám og störf og margskonar fróðleik fyrir ungt fólk má finna á vef Áttavitans.

Upplýsingar um innritun í framhaldsskóla eru á vef Menntamálastofnunar og HvaðSvo  kynnir möguleika að loknu námi af sérnámsbrautum. Þá má finna upplýsingar um náms- og starfsráðgjöf á heimasíðum flestra grunn-, framhalds- og háskóla að ógleymdri ráðgjöf sem er í boði á símenntunarmiðstöðvum um land allt.

Þá er margt fróðlegt að finna í tengslum við Menntaáætlun Evrópusambandsins

Eitt skref í einu

Náms- og starfsráðgjöf

Fræðsla um nám og störf

Fjölbreytt námsframboð og tengsl þess við vinnumarkaðinn.

Náms- og starfskynningar

Skipulag kynninga á einstaka námsbrautum eða vinnustöðum.

Persónuleg ráðgjöf

Aðstoð við að líta á mál frá öðru sjónarhorni ef eitthvað truflar.

Heppileg vinnubrögð

Skipulag, markmið, tímastjórnun, próf og úrræði í boði.

Úr námi í starf

Áhugasvið, styrkleikar. Atvinnuleit og atvinnuviðtöl.

Breytingar á starfsferli

Upplýsingagjöf um nám og störf. Ferilskrárgerð og ferilmöppur.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf