STARF

Lyfjatæknir

Starfsvettvangur flestra lyfjatækna eru apótek þar sem tekið er við lyfseðlum, lausasölulyf afgreidd og veittar leiðbeiningar um notkun þeirra. Lyfjatæknar starfa einnig á sjúkrahúsum og hjá fyrirtækjum í lyfjaiðnaði og taka þar þátt í rannsóknum, framleiðslu, dreifingu og sölu lyfja og sjúkravara. Lyfjatæknir er lögverndað starfsheiti.

Lyfjatæknar halda einnig utan um afgreiðslu lyfja til deilda á sjúkrastofnunum og sjá til þess að lyf séu geymd við réttar aðstæður. Þá sjá lyfjatæknar um tiltekt lyfja og vökva fyrir lyfja- og næringarblöndun og vinna í samvinnu við lyfjafræðinga að blöndun lyfja.

Helstu verkefni
  • afgreiða í lyfjaverslun og leiðbeina um notkun á heilsuvörum
  • blanda lyf fyrir sjúklinga
  • lyfjaskömmtun til sjúklinga
  • sjá um vörupantanir, vörumóttöku og frágang lyfja frá heildsölum
  • samskipti við opinberar stofnanir meðal annars vegna greiðsluþátttöku
Hæfnikröfur

Í starfi lyfjatæknis þarftu að geta veitt ráðleggingar um notkun lausasölulyfja, hjúkrunarvara og hjálpartækja. Mikilvægt er að búa yfir góðri tölvukunnáttu og kunna að nota ýmis sérhæfð forrit sem notuð eru við skráningu, móttöku og afgreiðslu lyfseðla. Einnig þarf lyfjatæknir að vera fær um að veita skyndihjálp ef slys eða óhapp ber að höndum.

Námið

Nám í lyfjatækni er 6 – 7 anna nám á framhaldsskólastigi, kennt við Heilbrigðisskóla Fjölbrautaskólans við Ármúla.

Lyfjatæknabraut
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Augnlæknir

Geislafræðingur

Heilbrigðisfulltrúi

Heilbrigðisgagnafræðingur

Heilbrigðisritari

Læknir

Lífeindafræðingur

Lýðheilsufræðingur

Náms- og starfsráðgjöf