STARF

Rafvélavirki starfar á verkstæðum, í iðn- og orkufyrirtækjum, í iðjuverum og í bátum og skipum. Starfið felst í uppsetningu, viðgerðum og eftirliti með rafvélum og búnaði tengdum rafmótorum og rafölum. Rafvélavirki hefur haldgóða þekkingu á vélbúnaði rafmótora og rafala, stýribúnaði og iðntölvum. Rafvélavirkjun er lögvernduð iðngrein.

Í starfi rafvélavirkja gætirðu til dæmis unnið við viðgerðaþjónustu á rafvélaverkstæði, í iðnfyrirtækjum, iðjuverum, raftækjaverslunum eða við framleiðslu og dreifingu á raforku.

Helstu verkefni
  • gera við rafkerfi og rafvélar í bátum og skipum
  • tengja búnað við tölvu-, síma- og loftnetslagnir
  • tengja ræsi- og stjórnbúnað rafhreyfla, rafala og spenna
  • viðhald og viðgerðir rafmótora og rafala
Hæfnikröfur

Rafvélavirki þarf að vera vel læs á raflagna- og rafvélateikningar, þekkja til öryggismála í rafiðnaði sem og hvers kyns raftækja, rafvéla og raflagnakerfa. Rafvélavirkjar leita að bilunum og gera við raflagnir og rafbúnað og þurfa því að þekkja til notkunar viðeigandi mælitækja og ýmissa hand- og rafmagnsverkfæra.

Rafmennt – fræðslusetur rafiðnaðarins

Nám

Rafvélavirkjun er kennd við Tækniskólann en tveggja ára grunnnám rafiðna er einnig í boði við marga framhaldsskóla. Meðalnámstími í rafvélavirkjun eru tvær annir að loknu rafvirkjanámi auk 30 vikna starfsþjálfunar. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Rafvirkjun
Rafvélavirkjun
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Forritari

Hljóðhönnuður

Hljóðmaður

Kerfisfræðingur

Leikjaforritari

Leikjahönnuður

Ljósahönnuður

Ljósamaður

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf