Rafvirkjar starfa við uppsetningu, viðgerðir og eftirlit með rafbúnaði. Unnið er á verkstæðum, í nýbyggingum, í farartækjum á sjó og landi, í orkufyrirtækjum, iðnfyrirtækjum og iðjuverum. Rafvirki þekkir vel til mismunandi raflagnaefnis og til hvers konar raftækja, rafvéla, iðntölvustýringa, stýribúnaðar og forritanlegra raflagnakerfa. Rafvirkjun er lögvernduð iðngrein.
 
Í starfi rafvirkja gætirðu til dæmis starfað við viðgerðaþjónustu á verkstæðum, við raflagnir í nýbyggingum, rafkerfi iðnfyrirtækja eða við ráðgjöf og þjónustu í raftækjaverslunum.

Helstu verkefni
  • setja upp, annast og viðhalda raflögnum og rafbúnaði
  • annast viðhald rafvéla og raftækja ásamt nýlögnum og rafkerfum farartækja
  • annast bilanaleit í rafbúnaði og rafleiðslum
  • setja upp og tengja rafbúnað í rafmagnstöflum og raflagnir við rafmagnstæki
  • ganga frá algengustu loftnets-, kall-, merkja- og aðvörunarkerfum
  • forrita og ganga frá raflagnakerfum og leiðbeina um notkun
Hæfnikröfur

Rafvirki þarf að þekkja vel búnað raftækja, rafvéla og forritanlegra raflagnakerfa og geta annast uppsetningu þeirra og viðhald. Gott er að hafa grunnþekkingu á vél- og hugbúnaði tölvukerfa, þekkja til lýsingartækni og geta framkvæmt bilanaleit og viðgerðir í rafbúnaði.

Í starfi rafvirkja er mikilvægt að þekkja öryggisþætti í rafiðnaði, svo sem neyðarrofa, neyðarstopp og snertihættu og viðhafa viðeigandi varúðarráðstafanir. Rafvirkjar nota ýmis mælitæki við vinnuna sem og almenn og sérhæfð hand- og rafmagnsverkfæri.

Rafmennt

Námið

Rafvirkjun er kennd við TækniskólannFjölbrautaskólann í BreiðholtiFjölbrautaskóla SuðurnesjaFjölbrautaskóla SuðurlandsFjölbrautaskóla VesturlandsFjölbrautaskóla Norðurlands vestraVerkmenntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskóla Austurlands.

Meðalnámstími í rafvirkjun er fjögur ár með meðtalinni starfsþjálfun. Grunnnám í rafiðnum er tveggja ára nám, í boði við fyrrnefnda skóla auk Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og Menntaskólans á Ísafirði.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Rafvirkjun
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Forritari

Hljóðhönnuður

Hljóðmaður

Kerfisfræðingur

Leikjaforritari

Leikjahönnuður

Ljósahönnuður

Ljósamaður

Náms- og starfsráðgjöf