Starfsmenn á smurstöðvum sjá um eðlilegt viðhald sem tengist bílvélum og bifreiðum. Í starfinu felst að taka gömlu olíuna af bílvél, setja nýja olíu á og færa upplýsingar inn í smurbók bifreiðarinnar.
Í starfi á smurstöð er líklegt að þú vinnir á fámennum vinnustað; á einkarekinni smurstöð, smurstöð í eigu olíufélags eða smurstöð sem rekin er í tengslum við bílaumboð.

Helstu verkefni

- skoða loftsíu og setja nýja í ef þarf
- athuga hvort vökva vanti á rafgeymi
- athuga hvort nægjanlegt magn af frostlegi og vatni sé á kælikerfi
- smyrja hjólalegur og hurðir

Hæfnikröfur

Í starfi á smurstöð er nauðsynlegt að hafa grunnþekkingu á starfsemi bílvéla.

Námið

Ekki er krafist sérstakrar menntunar til starfa á smurstöðvum. Iðan fræðslusetur hefur hins vegar boðið upp á námskeið sem gagnast í starfinu.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika