Næsta skref

Upplýsingar um námsframboð og störf á íslenskum vinnumarkaði, ráðgjöf og raunfærnimatsleiðir.

Verkefnið

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf unnu að þróun Næsta skrefs árin 2012-2014 í samstarfi við hagsmunaaðila. Vefurinn var þá hluti af Evrópuverkefni sem tengdist þróun raunfærnimats.

Næsta skref er í dag almennur upplýsingavefur um nám og störf, hýstur og rekinn af Menntamálastofnun. 

Verkefnið er kostað af mennta- og barnamálaráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og innviðaráðuneyti / Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Umsjón: 

 

Af hverju þessi vefur?

Vönduð upplýsingaþjónusta um störf og námsleiðir er mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Slíkt stuðlar að vel ígrunduðu námsvali og felst hagkvæmnin því bæði í minni kostnaði vegna brotthvarfs og hins að þá má í auknum mæli beina hefðbundinni ráðgjöf að þeim sem þurfa mest á henni að halda. Þetta er ein hugmyndin að baki NæstaSkref.is líkt og  sambærilegum vefsvæðum nágrannaþjóða okkar.

Tengdar greinar

Af hverju rafræn ráðgjöf?

„Gerið ykkur enga grein fyrir hversu mikil hvatning þið hafið verið“
Sept. 2021

Vegir til allra átta

Skýrsla OECD vegna upplýsingamiðlunar um vinnumarkað og námstækifæri.
Ágúst 2021

Rafræn ráðgjöf

Rafræn náms- og starfsráðgjafarþjónusta í Noregi.
Okt. 2020

Næsta skref

Uppbygging og framtíð íslensks upplýsingavefjar.
Sept. 2018

Hvert stefnum við?

Fyrsta grein af þremur um hugmyndir á bak við slík vefsvæði.
Jan. 2020

Hvað vil ég verða?

Önnur um tilgang, innihald, og helstu verkfæri.
Feb. 2020

Leikur að læra?

Hvað við getum lært af reynslu nágrannaþjóða.
Mars 2020

Náms- og starfsráðgjöf