Tómstunda- og félagsmálafræði er nám á háskólastigi þar sem fjallað er um þá starfsemi sem fram fer í frítíma fólks. Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu og hæfni til að sinna verkefnum á sviði tómstunda- og félagsmála og kynnist menningar- og uppeldishlutverki tómstundastarfs í nútímasamfélagi.

Náminu lýkur með BA prófi. Námstími er þrjú ár.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í tómstunda- og félagsmálafræði er blönduð námsleið þar sem námskeið 1. og 2. misseris eru kennd í staðnámi en einnig er um fjarnámskeið að ræða.

Námið til BA-prófs skiptist í námskeið í tómstundafræði, vettvangsnám, bundið og frjálst val, ásamt lokaverkefni.

Kennsla

Nám í tómstunda- og félagsmálafræði er í boði við Háskóla Íslands, bæði til BA – gráðu og sem 60 eininga aukagrein.

Að loknu námi

Starfsvettvangur tómstunda- og félagsmálafræðinga er afar fjölbreyttur en sem dæmi má nefna ferðaþjónustu og viðburðastjórnun, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili, félagasamtök og íþróttafélög.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika