Hæfniþrep: 5
Klassísk mál  picture

Klassísk mál er námsleið á háskólastigi þar sem megináherslan er á forngrísku og latínu; bókmenntir, málfræði og textafræði auk umfjöllunar um sögu, heimspeki og trúarbrögð fornaldar.

Námið byggir því á umfjöllun um klassíska menningu fornaldar sem grundvöll vestrænnar menningar.

Náminu lýkur með BA – prófi. Námstími er þrjú ár.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í klassískum málum byggir á skyldunámskeiðum fyrsta árið en síðar á valnámskeiðum og lokaritgerð.

Kennsla

Klassísk mál hafa verið kennd við mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Námið er í boði sem sem aðalgrein til BA – prófs, 60 eininga aukagrein og diplóma.

Að loknu námi

Störf tengd náminu geta verið fjölbreytileg enda um að ræða fræðilegra hæfni í tungumálum með tengsl við málfræði, sagnfræði og bókmenntafræði.

Sem dæmi má nefna starfsvettvang á sviði rannsókna, kennslu, blaðamennsku, ritstarfa, stjórnmála og útgáfu.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika