Náttúru- og umhverfisfræði er nám á háskólastigi þar sem áhersla er lögð á þverfaglega grunnþekkingu í náttúrufræðum. Í náminu er fjallað um íslenskra náttúru, virkni vistkerfa og hvernig lífverur hafa áhrif á umhverfið og umhverfið á þær.

Einnig tengist námið sjálfbærri þróun, þ.e. hvernig best er að standa að því að skila náttúrunni í sem bestu standi til komandi kynslóða.

Náminu lýkur með BS gráðu. Námstími er þrjú ár.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám. Æskilegt er að nemendur búi yfir hæfni á 2. þrepi í stærðfræði og raungreinum og 3. hæfniþrepi í ensku.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í náttúru- og umhverfisfræði er að uppistöðu skyldunámskeið auk 12 valeininga og lokaverkefnis. Valnámskeið má ýmist taka innan LBHÍ eða í öðrum háskólum.

Hvort tveggja er um stað- og fjarnám að ræða.

Kennsla

Nám í náttúru- og umhverfisfræði hefur verið kennt við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Að loknu námi

Náttúru- og umhverfisfræðingar starfa víða og við fjölbreytt verkefni á borð við skipulagningu og umhirðu opinna svæða, kortlagningu á landi, byggingum og innviðum.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika