Leiðsögunám er sérhæft starfsnám á háskólastigi. Í náminu felst meðal annars að búa nemendur undir almenn leiðsögustörf með ferðamenn. Farið er í náttúru, sögu og sérkenni Íslands ásamt því að taka sérstaklega fyrir ákveðna tegund leiðsagnar.

Námstími er eitt ár.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám ásamt því að vera 21 árs og hafa gott vald á einu erlendu tungumáli og íslensku. Til að leiðsegja erlendum ferðamönnum fara umsækjendur í munnlegt inntökupróf í tungumáli að eigin vali.

Námið er lánshæft til framfærslu- og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið skiptist í kjarnagreinar, greinar sérsviðs og val ásamt því sem farið er í vettvangsferðir. Námið er tvær eða þrjár annir eftir því hvar það er kennt.

Að loknu námi

Lokapróf í leiðsagnarnámi hjá Leiðsöguskóla Menntaskólans í Kópavogi, Endurmenntunardeild HÍ og Símenntunardeild HA veita fagaðild að Félagi leiðsögumanna.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika